SÁLFRÆÐINÁMSKEIÐ
AÐ SKILJA SÁLFRÆÐINA Í SÁRAUKA - fjarstreymi
Á undanförnum árum hefur vitneskju um eðli langvinnra verkja fleygt fram. Rannsóknir síðustu ára hafa fært okkur heim sanninn um að langvinnir verkir eru eðlisólíkir svokölluðum bráðaverkjum, og eiga meira sameiginlegt með kvíðaröskun en áður hefur verið talið. Svokölluð lífsálfélagsleg nálgun hefur verið að ryðja sér til rúms í meðferð langvinnra verkja, og hluti af henni er fræðsla um eðli langvinnra verkja, sem sýnt hefur verið fram á að geti skipt sköpum í bataferli manneskju.
Þessi fyrirlestur er góð viðbót við aðra meðferð langvinnra verkja, s.s. meðferð hjá sjúkraþjálfara. Leitast við að fræða fólk um eðli og tilgang sársauka, hvað ræður upplifun okkar af sársauka, bjargráð og annað sem nýtilegt er að vita fyrir fólk sem þjáist af langvinnum verkjum. Eftir fyrirlesturinn ætti fólk að standa betur að vígi í baráttu sinni við langvinna verki, og hafa betri skilning á því fyrirbæri sem það (eða ástvinur) er að kljást við.
Fyrir hvern: Fyrir fólk sem þjáist af langvinnum verkjum. Ágætis undirbúningsfyrirlestur fyrir í annað inngrip, en stendur einnig vel einn og sér sem fræðsla, bæði fyrir sjúklinga og aðstandendur.
Nálgun og heimildir: Explain Pain (Noigroup), Acceptance and Commitment Therapy, hugræn atferlismeðferð.
Lágmarksfjöldi þátttakenda: 4
Vinsamlegast skráðu þig hér fyrir neðan eða hafðu samband í síma 5 11 10 11.
TÍMAR
20. okt kl. 15:00
2 klst (2x 50 mín með hléi á milli)
VERÐ
10.000 kr.
KENNARAR
Lilja Sif Þorsteinsdóttir
Sálfræðingur