Fræðslufyrirlestrar
Stoðkerfisfræðsla
Markmið fyrirlestursins er að fræða skjólstæðinga okkar um uppbyggingu stoðkerfisins, fara í mismunandi líkamsbeitingu í algengum athöfnum og áhrif hennar á stoðkerfið. Einnig er farið yfir áhrif og orsakir vöðvaspennu á líkamann.
Fyrirlesari:
Karólína Ólafsdóttir,
sjúkraþjálfari.
Þrálátir verkir og meðferð við þeim
Fjallað er um sögulega þætti tengda skilningi manna á verkjum, lífeðlisfræði verkja og um lyf. Einnig er fjallað um ýmsa fylgikvilla verkja, bókina um bakið og ráðleggingar veittar um eigin bjargráð við verkjum.
Fyrirlesari:
Magnús Ólason,
læknir.
Langvinnir verkir og bjargráð
Farið verður yfir lífeðlisfræði verkja. Rætt verður um bjargráð við verkjum og leiðir til að takast á við lífið með langvinnum verkjum.
Fyrirlesari:
Berghildur Ásdís Stefánsdóttir, sjúkraþjálfari.
Leiðir að árangri, markmiðasetning
Markmiðasetning er gríðarlega mikilvæg til að ná skjótari árangri með sjúkraþjálfun. Farið verður yfir raunhæfa markmiðasetningu og aðstoðað við markmiðasetningu hvers og eins.
Fyrirlesari:
Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir,
sjúkraþjálfari.