_SOS9045_xlarge.jpg

SKILMÁLAR

 
 

GJALDSKRÁ SJÚKRAÞJÁLFUNAR

Gjaldskrá fyrir sjúkraþjálfun hjá Hæfi fer eftir gildandi gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands hverju sinni. Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun fyrir alla sjúkratryggða einstaklinga á Íslandi skv. samkvæmt greiðsluþátttökukerfinu: http://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/greidsluthatttaka/

Til að virkja greiðsluþátttöku SÍ þurfa allir sem koma í sjúkraþjálfun að koma með beiðni frá lækni í upphafi þjónustu. Sjúkratryggðir eiga rétt á allt að 15 nauðsynlegum meðferðarskiptum á 365 dögum talið frá fyrsta meðferðarskipti. Sjúkratryggður á einnig rétt á nauðsynlegri viðbótarþjálfun hafi Sjúkratryggingar Íslands samþykkt slíka meðferð.

Við hverja komu til Hæfi er rafræn undirskrift viðkomandi nauðsynleg til að hægt sé að innheimta greiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands.

Börn undir 18 ára þurfa ekki að greiða fyrir sjúkraþjálfun, utan komugjalds, séu þau með gilda beiðni. Fullorðnir og börn þurfa að greiða sérstakt komugjald, nú 1000 kr. (almennur sjúkraþjálfari) / 1.118 kr. (sérfræðingur), í hvert skipti sem komið er í sjúkraþjálfun til Hæfi.

Í almanaksmánuði greiðir sjúkratryggður að hámarki 27.475 kr. fyrir heilbrigðisþjónustu, en í hverjum mánuði að lágmarki 4.579 kr.

Mörg helstu stéttarfélög taka þátt í kostnaði við sjúkraþjálfun.  Einstaklingur þarf að greiða fyrir sjúkraþjálfunina en getur síðan farið með reikninginn til stéttarfélagsins og fengið hluta hans endurgreiddan. 

Ef fólk verður fyrir bótaskyldu slysi ber tryggingafélögum eftir atvikum að greiða útlagðan kostnað einstaklingsins vegna sjúkraþjálfunar.

Gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands fyrir Sjúkraþjálfun 2021má nálgast hér: https://www.sjukra.is/media/gjaldskrar/Gjaldskra-fyrir-sjukrathjalfun-januar-2021.pdf

Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands og göngudeilda heilbrigðisstofnana vegna þjálfunar fer eftir gildandi reglugerð sem gefin er út af heilbrigðisráðuneyti. Sjá gjaldskrá á eftirfarandi slóð: https://www.sjukra.is/um-okkur/fjarhaedir-og-gjaldskrar/

Fyrir frekari upplýsingar bendum við á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands www.sjukra.is

GJALDSKRÁ - ÖNNUR ÞJÓNUSTA

Læknisþjónusta: Skv. gjaldskrá Sjúkratrygginga Íslands, auk 5000 kr. komugjalds í fyrstu komu.
Sálfræðiþjónusta: 18.000 kr./klst.
Íþróttasálfræðiráðgjöf: 18.000 kr./klst.
Næringarráðgjöf:12.000 kr./klst. (endurkoma 8.000 kr./klst.)
Markþjálfun: 12.000 kr./klst.

NÁMSKEIÐ

Hæfi býður uppá fjölbreytt úrval námskeiða, ýmist hópmeðferð I (2-4 einstaklingar í þjálfun samtímis) eða hópmeðferð II (fimm eða fleiri einstaklingar í þjálfun samtímis). Hópmeðferð telst sem hálf meðferð/skipti af beiðni sjúkratryggðra og gildir verðskrá Sjúkratrygginga Íslands skv. því. Komugjald Hæfi í hópmeðferð er nú 350 kr. (alm. sjúkraþjálfari), 750 kr. (sérfræðingur).

AFBÓKANIR

Mikilvægt er að viðskiptavinir afbóki tíma með góðum fyrirvara eða fyrir kl. 16:00 deginum áður, sjái þeir sér ekki fært að mæta. Ef um veikindi er að ræða sama dag þarf að láta vita fyrir kl. 09:00. Að öðrum kosti áskilur Hæfi sér rétt til að innheimta fullt gjald vegna forfalla. Til viðmiðunar: 7.528 kr. (almennur sjúkraþjálfari) og 8.574 kr. (sérfræðingur).
Hægt er að afboða í síma 511-1011, senda póst á mottaka@haefi.is eða á heimasíðu Hæfi.