Viltu minnka líkur á álagsmeiðslum? Bætt hreyfistjórnun skilar sér í betri árangri!
Sjúkraþjálfarar hjá Hæfi eru sumir með sér þjálfun í hreyfigreiningu með notkun TPM Active kerfisins. Þeir sjúkraþjálfarar sem starfa hjá Hæfi og hafa sérhæft sig í þessu hafa setið fyrirlestra og æft sig í 6 mánuði er varðar notkun þessa.
Þetta kerfi er byggt á fræðilegum rannsóknum og stutt af margra ára hagnýtri reynslu. Mikið hefur verið fjallað um það í sérhæfðum íþrótta-og líkamsræktarmiðlum.
Hvernig virkar TPM Active?
TPM Active byggir á hreyfigreiningu sjúkraþjálfara, einstaklingur fær niðurstöðuskýrslu í hendurnar þar sem útlistað eru styrkleikar og veikleikar viðkomandi. Út frá þessum niðurstöðum er byggt upp æfingaprógram til að bæta þá veikleika sem til staðar.