NÁMSKEIÐ

EDS-hópar Hæfi

Hópatíminn er fyrir einstaklinga sem eru með Ehlers-Danlos syndrom greiningu. Tímarnir eru kenndir einu sinni í viku og það er takmarkað pláss.

Í hópatímunum er stuðst við Muldowney-æfingar þar sem áhersla er á stöðuleikaæfingar.

Markmið hópsins er fyrst og fremst æfingarmeðferð en að það sé pláss til að læra hvert af öðru, miðla reynslu og fá jákvæða hvatningu af hópnum.

Á námskeiðunum er ætlast til að fólk sé tilbúið að gera heimaæfingar og gott er að viðkomandi eigi eftirfarandi í heimaæfingar:

- Gul og rauð teygja ca 1-1,5 m

- Lítill bolti (22 cm)

Nánar verður farið í þetta í fyrsta tímanum.

Upplýsingar um skráningu:

- Það þarf að vera beiðni frá lækni þar sem greining kemur fram.

- Ef þú ert ekki í sjúkraþjálfun þá þarftu að fá beiðni og það er gott að senda fyrirspurna á elsa@haefi.is

- Ef þú ert í sjúkraþjálfun annars staðar þá þarf sjúkraþjálfarinn þinn að setja sig í samband við Elsu til að skrá þig.

KENNARI

 

Elsa Sæný Valgeirsdóttir sjúkraþjálfari

TÍMAR

Föstudaga 13:30 - 14:10